Emmy-verðlaunin við hliðina á Lego-i sonarins

Hildur Guðnadóttir geymir Emmy-verðlaunin hjá Lego-i sonarins.
Hildur Guðnadóttir geymir Emmy-verðlaunin hjá Lego-i sonarins.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir geymir Emmy-verðlaunastyttuna sem hún vann fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl við hlið Lego-kubba og teiknimyndabóka sonar síns.

Hildur var á dögunum tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hún er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna og Critic's Choice-verðlauna. Helstu spekingar í kvikmyndaheiminum telja að líklegt sé að Hildur verði einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna. 

Í viðtali við The Guardian segir Hildur að hún hafi verið djúpt snortin af persónu Joaquin Phoenix, Arthur Fleck. Tónlistina skrifaði hún út frá handritinu að ósk leikstjórans Todd Phillips. Hún segist hafa setið með sellóið í fanginu um stund þar til hún fann rétta tóninn fyrir Arthur. „Það var eins og hann hafi kýlt mig í bringuna og ég fékk þessi líkamlegu viðbrögð, þessi hreyfing átti sér stað, því ég hafði fundið röddina hans, fundið það sem hann vildi segja,“ sagði Hildur. 

Hildur tók upp tónlistina og sendi Phillips sem hlustaði á hana á meðan hann endurskrifaði handritið. Þegar tökur hófust spilaði hann tónlist á staðnum og hafði tónlistin mikil áhrif á framvinduna á tökustað. 

Hildur segir að það hafi verið töfrandi þegar Phillips hafi sent henni myndbönd af Phoenix dansa við tónlist hennar í hlutverki Jókersins. „Það var algjörlega óraunverulegt að sjá tónlistina taka á sig líkamlegt form. Handahreyfingarnar voru þær sömu og ég hafði fundið fyrir þegar ég skrifaði tónlistina. Þetta er eitt sterkasta samvinnuaugnablik sem ég hef upplifað.“ 

Þrátt fyrir að öðlast nokkra frægð fyrir tónlist sína í kvikmyndum og þáttum segist Hildur ekki ætla að einbeita sér bara að því. Hún segir velgengnina heldur gefa henni rými til að velja verkefnin vel. „Ég ætla ekki að einblína bara á kvikmyndir, ég yrði mjög þreytt á því. Ég hef fengið fjölda tilboða eins og stendur. En það er mikilvægt fyrir mig að hafa rými, því vinnan hefur svo mikil áhrif á mig. Ég fer bara þangað sem forvitnin leiðir mig.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.