Hefði getað farið öðruvísi fyrir Phoebe

Lisa Kudrow fór með hlutverk Phoebe Buffay.
Lisa Kudrow fór með hlutverk Phoebe Buffay. AFP

Einn af höfundum þáttanna Friends, David Crane, sagði í nýlegu viðtali við Radio Times að höfundar þáttanna hefðu verið mjög óvissir um hverjum Phoebe Buffay myndi enda með í lok þáttanna. 

Phoebe Buffay, leikin af Lisu Kudrow í þáttunum, endaði að lokum með hinum geðþekka Mike, leiknum af Paul Rudd. Það var þó lengi vel ekki útséð með það og sagði Crane að þau hafi ekki verið búin að ákveða það lengi vel. 

Það kom vel til greina að Phoebe hefði endað með vísindamanninum David, leiknum af Hank Azaria. Þau áttu í ástarsambandi snemma í þáttunum en þurftu að hætta saman þar sem David flutti til Minsk í Hvíta-Rússlandi til að vinna að vísindaverkefni. 

Crane bætti við að hann muni ekki nákvæmlega hvernig þau hafi komist að niðurstöðu þar sem bæði Rudd og Azaria hafi verið frábærir í sínum hlutverkum. Það hafi þó þurft að taka ákvörðun og þetta var niðurstaðan. 

Persóna Paul Rudd, Mike, fangaði hjarta Phoebe Buffay.
Persóna Paul Rudd, Mike, fangaði hjarta Phoebe Buffay. Frazer Harrison
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson