Hann er bí-morðhneigður

Claes Bang í hlutverki Drakúla greifa í nýju BBC-þáttunum.
Claes Bang í hlutverki Drakúla greifa í nýju BBC-þáttunum. BBC

„Hann er bí-morðhneigður, sem er ekki það sama. Hann er að myrða fólk en ekki slá sér upp með því,“ segir Steven Moffat, annar handritshöfunda nýrra þátta um Drakúla greifa, sem frumsýndir verða í breska ríkissjónvarpinu, BBC, á nýársdag. Moffat lét ummælin falla í samtali við dagblaðið The Times en vangaveltur hafa verið uppi þess efnis að greifinn sé hafður tvíkynhneigður, ellegar bí-sexúal, í þáttunum. Samkvæmt heimildum The Times mun þar vera gefið í skyn að Drakúla hafi mök við lögmanninn Jonathan Harker sem sækir hann heim til Rúmeníu.

Moffat staðfestir þetta þó ekki. Í öðru viðtali, í breska blaðinu The Telegraph, segir hann greifann í reynd ekki stunda neitt kynlíf í þáttunum; hann svolgri aðeins blóðið. „Þú gætir þurft að eyða Tindernum þínum ef þú heldur það. Drakúla nærðist alltaf á körlum og konum,“ bætir hann við.

Ekkert kynlíf er í skáldsögu Brams Stokers, sem kom út 1897, en greifinn drakk þar með bestu lyst blóð úr báðum kynjum og hefur gert síðan í hinum ýmsu útgáfum sögunnar, á sviði, hvíta tjaldinu og skjánum.

Moffat hefur verið í því að gera sér mat úr goðsögnum bókmenntasögunnar á skjánum en hann var einnig maðurinn á bak við hina vinsælu þætti Sherlock, ásamt félaga sínum Mark Gatiss.

Það er danski leikarinn Claes Bang sem fer með hlutverk Drakúla í nýju þáttunum og eru menn þegar farnir að tengja þá við myndina með ungversk/bandaríska leikaranum Bela Lugosi frá 1931. En kannski er það bara vegna þess að Bang og Lugosi eru ekki ósvipaðir í útliti.

Í þáttunum er Drakúla kominn aftur til Lundúnaborgar, þar sem hann kann alltaf best við sig, og ef marka má stikluna, sem komin er út, þá mun andi liðinna tíma svífa yfir vötnum – og blóð flæða um stræti og torg.

Drakúla-þættirnir eru þrír að tölu og verða sýndir á BBC 1., 2. og 3. janúar 2020. Eftir það verða þeir aðgengilegir á efnisveitunni Netflix.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson