Þú finnur alltaf réttu leiðina

Ellý Ármanns
Ellý Ármanns mbl.is/Golli

Ellý Ármanns athafnakona 13.5. 1970

Árstalan þín er þrír, lífstalan átta. Elsku Ellý mín, ég las þessa setningu einhvers staðar: Þú verður að þora meiru, þá verður ævisagan betri. Þetta á alls ekki við um þig.

Þú ert lífstalan átta og ert stöðugt á ferð og flugi; ef ekki í höfðinu á þér, þá bara á venjulegri ferð. Þú grípur hugmyndirnar og tækifærin og hrindir þeim í framkvæmd. Þegar þú varst lítil stelpa varstu svolítil strákastelpa, þú átt betra með að vinna með körlum og hugsar jafnvel töluvert líkar þeim.

Það hafa verið settar allnokkrar, æðiháar hindranir fyrir framan þig í lífinu en þú finnur alltaf réttu leiðina yfir þær. Ef þú værir bók værirðu leiðarvísir.

Síðustu misseri hafa boðið þér upp á endurkomu á svo mörgum vígstöðvum og líka hefur þú ákveðið að stækka fyrirtækið Ellý með ýmsum nýjungum sem senda strauma inn í hjarta fólks og láta því líða betur.

Ef þú hefðir ekki, Ellý mín, farið í gegnum þessar torfærur hefðir þú ekki framkallast sem þessi skemmtilega, hugrakka manneskja sem lætur ekkert stoppa sig.

Þú ert á magnaðri tölu sem gefur þér svo góða aðlögunarhæfni, alveg sama hvað þú ætlar að framkvæma, búa til eða vinna við.

Ástin er rauðglóandi í kringum þig og þið vinnið vel saman.

Vorið gefur þér ný spil á hönd og þú þarft að vera sniðug. Þú ert að fara í tólf mánaða tímabil og þér á eftir að líða á því tímabili eins og þú sért að byggja kastala en hafir bara einn hamar og nokkra nagla.

Stundum mun þér finnast eins og þetta sé ekki hægt en þú átt nákvæmlega eftir að geta byggt þennan kastala með einum hamri. Þetta verður svakaleg vinna sem mótar tólf mánuði og 2021 gefur þér nýtt hús, hvort sem þú býrð í því eður ei. Þú ert að fara inn í mest spennandi tímabil lífs þíns. Það verður alls ekki auðvelt en af auðveldu verður ekkert. Það gerist eitthvað öðruvísi og merkilegt sem tengir þig við útlönd, jafnvel Ameríku. Þetta verður algjörlega óvænt og stórkostlega spennandi.

Það er í kringum þig einhvers konar kúgun og þú þarft að brjóta hana á bak aftur. Það gerirðu með því einu að taka ákvörðun um að gera það. Þá fyllistu ofurmættinum sem í þér býr.

Stjörnumerki Ellýjar er nautið

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.