Gríðarleg eftirspurn eftir dönsku sjónvarpsefni

Sidse Babett Knudsen og Pilou Asbæk, kunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda, sem …
Sidse Babett Knudsen og Pilou Asbæk, kunningjar íslenskra sjónvarpsáhorfenda, sem Birgitte Nyborg Christiansen, forætisráðherra Danmerkur og aðstoðarmaður hennar, Kasper Juul, í þáttunum Borgen. Ljósmynd DR/Ola Kjelby

Eftirspurn eftir dönsku sjónvarpsefni hefur aukist til muna á undanförnum árum. Raunar hefur eftirspurnin aukist svo mikið, að hæft starfsfólk vantar til þess að svara henni. 

New York Times fjallar í grein sinni um danskan kvikmynda- og sjónvarpsþáttaiðnað. Þar kemur fram að framleiðsla ýmissa danskra sjónvarpsþátta hefur tafist um sex mánuði og jafnvel lengur. Þá er margra ára bið eftir ákveðnu starfsfólki fyrir framleiðsluferlið auk þess sem skortur er á handritshöfundum, upptökumönnum og leikstjórum. 

Sjónvarpsstöðin TV2 og danska kvikmyndastofnunin hafa hvatt danska kvikmyndaskólann til þess að taka inn helmingi fleiri nemendur árlega, en í dag fá 42 nemendur pláss í skólanum árlega. Með þessu er vonast til þess að staðan batni. 

Fyrir áratug voru tvær til þrjár sjónvarpsþáttaraðir í framleiðsluferli á hverjum tíma í Danmörku. Í dag eru að jafnaði um 20 slíkar þáttaraðir í framleiðslu og 20 til 25 kvikmyndir til viðbótar. Á sama tíma hefur starfsfólki í bransanum ekki fjölgað á sama hraða. 

Sjónvarpsþættirnir Brúin hafa notið mikilla vinsælda.
Sjónvarpsþættirnir Brúin hafa notið mikilla vinsælda.

Þáttaraðir á borð við Brúna og Borgina og hafa stóraukið áhuga á dönsku sjónvarpsefni. Aukinn áhugi streymisveitna á borð við Netflix hefur einnig haft mikil áhrif, til að mynda að því leyti að þættir sem hefðu áður aldrei verið framleiddir fá skyndilega fjármagn til framleiðslu. 

Louise Vesth kvikmyndaframleiðandi sagði í samtali við New York Times að hún teldi að aukna velgengni danskra sjónvarpsþátta mætti rekja til frásagnarfærni dönsku þjóðarinnar. 

„Við erum mjög góð í að segja sögur af fólki og samböndum. Þetta nær alla leið aftur í norræna goðafræði. Við erum góð að segja stórar sögur um lítil vandamál,“ sagði Vesth.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson