Leikkonan Anna Karina látin

Anna Karina mætti á frumsýningu Todos Lo Saben í Cannes …
Anna Karina mætti á frumsýningu Todos Lo Saben í Cannes í fyrra. AFP

AnnaKarina, ein helsta táknmynd frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerð, er látin 79 ára að aldri. Leikkonan, sem var fædd og alin upp í Danmörku, flutti til Frakklands 17 ára gömul. Hún lést úr krabbameini á sjúkrahúsi í París. 

Anna Karina á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1973.
Anna Karina á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1973. AFP

Anna Karina hét réttu nafni Hanne Karin Bayer og var fædd árið 1940. Faðir hennar yfirgaf fjölskylduna þegar hún var ársgömul og mamma hennar átti fataverslun og þurfti að vinna mikið. Hún bjó hjá afa sínum og ömmu frá eins árs aldri þangað til hún var fjögurra ára er hún var send í fóstur. Átta ára gömul frá Anna Karina til móðursinnra að nýju. Hún lýsti barnæsku sinni á ömurlegan hátt og að alla barnæskuna hafi hana dreymt um að verða elskuð. Hún reyndi ítrekað að strjúka að heiman og flutti til Frakklands eins og áður sagði 17 ára gömul.

Anna Karina og franski leikarinn Daniel Duval á brúðkaupsdaginn árið …
Anna Karina og franski leikarinn Daniel Duval á brúðkaupsdaginn árið 1978. AFP

Menningarmálaráðherra Frakklands, Franck Riester, minntist leikkonunnar á Twitter í dag og sagði franska kvikmyndagerð hafa misst eina af helstu stjörnum sínum í dag.

AFP

Fljótlega eftir að Anna Karina flutti til Frakklands var hún uppgötvuð af leikstjóranum Jean-Luc Godard sem síðar varð eiginmaður hennar. Hann reyndi að fá hana til að leika í hans fyrstu frægu mynd À bout de souffle árið 1960 en hún hafnaði tilboðinu þar sem hún vildi ekki koma nakin fram.

Nokkrum mánuðum síðar bauð hann henni hlutverk í  LePetitSoldat og samstarf þeirra hófst og varð eitt það þekktasta í franskri kvikmyndasögu. Árið 1961 gengu þauGodard í hjónaband og sama ár var hún valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir hlutverk sitt í myndGodards, AWoman is aWoman.

Þrátt fyrir að hjónabandið hafi aðeins enst í fjögur ár unnu þau lengi saman og voru alltaf góðir vinir.

Í viðtali við Vogue árið 2016 sagði Karina að sambandið við Godard hafi verið stórkostleg ástarsaga en um leið frekar þreytandi fyrir unga stúlku því hann lét sig hverfa reglulega. „Hann sagðist ætla út að kaupa sígarettur og kom síðan heim eftir þrjár vikur,“ sagði hún í viðtalinu.

Á Wikipedia er hægt að lesa um kvikmyndaferil hennar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant