Taylor Swift á Glastonbury

Taylor Swift varð þrítug 13. desember.
Taylor Swift varð þrítug 13. desember. AFP

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift mun koma fram í fyrsta skipti á bresku tónlistarhátíðinni Glastonbury í júní. Þetta er í 50 skipti sem hátíðin er haldin og hefur mikil eftirvænting ríkt um hver verði aðalnúmer á sunnudagskvöldi hátíðarinnar 2020.

Swift segist sjálf vera í alsælu og birti á Twitter mynd af blaði hátíðarinnar með fyrirsögninni: Sunday Night Taylor Made For Glastonbury.

Michael Eavis, sem stofnaði tónlistarhátíðina, var að vonum alsæll enda Swift ein helsta stjarna tónlistarheimsins um þessar mundir. Swift verður eins og áður sagði aðalnúmerið á sunnudagskvöldinu en Paul McCartney á laugardagskvöldinu. Diana Ross mun koma fram síðdegis á sunnudeginum en enn á eftir að upplýsa hver verður aðalnúmerið á föstudagskvöldinu. Það eina sem er búið að gefa upp að það er karlmaður sem hefur aldrei komið fram á Glastonbury-hátíðinni fyrr. Margir telja að það verði bandaríski rapparinn Kendrick Lamar.

Miðar á hátíðina seldust upp aðeins 34 mínútum eftir að sala hófst í október. 19. apríl verða ósóttir og ógreiddir miðar seldir.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson