Þögnin rofin

Nicole Kidman, Margot Robbie og Charlize Theron.
Nicole Kidman, Margot Robbie og Charlize Theron. AFP

Stórstjörnurnar Charlize Theron, Nicole Kidman og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd, Bombshell, sem frumsýnd verður vestra í vikunni, og byggð er á sögu kvennanna sem risu upp gegn kynferðislegri áreitni af hálfu Rogers Ailes, yfirmanns Fox-sjónvarpsstöðvarinnar.

Theron leikur Megyn Kelly og Kidman Gretchen Carlson, sem voru í forgrunni baráttunnar, en persóna Robbie, Kayla Pospisil, er skálduð.

John Lithgow fer með hlutverk Ailes og þurfti víst að gefa sér góðan tíma í förðunarherberginu, þar sem ófáum kílóum var bætt á hann. Leikstjóri Bombshell er Jay Roach.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir störf þín. Mesta stoðin sem þér gefst kostur á í lífinu gæti vel verið einhver sem þú varla þekkir eða þér líkar ekki.