Skilur ekki af hverju fólk spyr um kynheigð hans

Harry Styles er hrifinn af Victoria's Secret-englum.
Harry Styles er hrifinn af Victoria's Secret-englum. mbl.is/AFP

Breski tónlistarmaðurinn Harry Styles skilur ekki af hverju hann er reglulega spurður út í kynhneigð sína. Margir telja Styles hafa sent misvísandi skilaboð um kynhneigð sína í gegnum árin. 

Styles var beðinn um að ræða kynhneigð sína í nýlegu viðtali við The Guardian. Blaðamaður The Guardian vísar í klæðaburð hans í gegnum árin og plötuumslag hans sem þykir vísa í fána tvíkynhneigðra.  

„Ég hef verið spurður. En ég veit ekki. Af hverju?“ sagði Styles. 

„Það er ekki eins og ég sitji á svarinu, verji það og vilji ekki segja það. Þetta er ekki svona: Ég ætla ekki að segja þér það af því ég vil það ekki. Þetta er ekki svona: ohh þetta er mitt og ekki þitt. Þetta er meira svona: hverjum er ekki sama? Kemur það heim og saman? Þetta er bara: hverjum er ekki sama?“ sagði tónlistarmaðurinn. 

Varðandi vinnuna sína, þá sagði Styles að hann taki listrænar ákvarðanir ekki út frá því hvort hann sé að reyna senda skilaboð um kynhneigð sína heldur af því að honum finnst það svalt. 

„Er ég að dreifa litlum molum um kynhneigð mína til að reyna vera áhugaverðari? Nei. Ég tek ákvarðanir í samvinnu við fólkið sem mig langar að vinna með. Mig langar að hlutir líti ákveðið út. Ekki af því að það lætur mig líta út sem samkynhneigðan, eða gagnkynhneigðan eða tvíkynhneigðan, heldur af því það er svalt,“ sagði Styles og bætti við að kynhneigð væri skemmtileg. 

Hann ræddi líka um klæðaburð sinn og sagði að það skipti hann ekki máli hvort föt væru ætluð sérstöku kyni eða ekki. „Það sem konur klæðast. Það sem karlar klæðast. Fyrir mig er það ekki spurning um það. Ef ég sé flottan bol og er sagt að hann sé fyrir konur, þá langar mig alveg jafn mikið að klæðast honum. Ég held að tímapunkturinn sem þér líður vel í eigin skinni þá verður þetta allt auðveldara,“ sagði Styles. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant