Hildur færist nær Óskarstilnefningu

Hildur Guðnadóttir er á stuttlista bandarísku kvikmyndaakademíunnar fyrir tónlist sína …
Hildur Guðnadóttir er á stuttlista bandarísku kvikmyndaakademíunnar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker ásamt 14 öðrum kvikmyndum. Tilnefningarnar verða tilkynntar í byrjun næsta árs.

Hildur Guðnadóttir, tónskáld og sellóleikari, færist nær tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Í gær var birtur svokallaður stuttlisti (e. Short list) yfir þá listamenn sem eiga möguleika á tilnefningu í níu flokkum, þar á meðal fyrir frumsamda tónlist í kvikmynd. 

Í flokknum komu 170 kvikmyndir til greina en nú hefur tónlistardeild bandarísku kvikmyndaakademíunnar fækkað kvikmyndunum niður í 15. Ásamt Joker eru eftirfarandi myndir tilnefndar fyrir frumsamda tónlist: 

  • Avengers: Endgame
  • Bombshell
  • The Farewell
  • Ford v Ferrari
  • Frozen II
  • Jojo Rabbit
  • The King
  • Little Women
  • Marriage Story
  • Motherless Brooklyn
  • 1917
  • Pain and Glory
  • Star Wars: The Rise of Skywalker
  • Us

Tón­skáldið Hild­ur Guðna­dótt­ir vann til Emmy-verðlauna­ fyrr á árinu fyrir tónlist sína í þátt­un­um Cherno­byl. Þá var hún á dög­un­um til­nefnd til Gold­en Globe-verðlauna fyr­ir tónlist sína í Joker. Hún er einnig til­nefnd til Grammy-verðlauna og Critic's Choice-verðlauna.

Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar 13. janúar og verðlaunahátíðin fer fram 9. febrúar.

Hér má sjá stuttlistann í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant