Venjulega lífið fer vel með Nicholson

Jack Nicolson hefur það gott.
Jack Nicolson hefur það gott. JOE KLAMAR

Leikarinn Duke Nicholson segir afa sinn, leikarann Jack Nicholson vera við góða heilsu. Nicholson eldri hefur lítið verið í sviðsljósinu á síðustu tíu árum en hann dró sig í hlé um 2010. 

Jack var sagður glíma við minnisleysi og því hafi hann hætt að taka að sér verkefni. Lítið hefur sést af leikaranum á þessum 9 árum. Hann kom í 40 ára afmælisþátt Saturday Night Live árið 2015. 

Hann er mikill aðdándi körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers og var fastagestur á heimaleikjum þeirra. Hann hefur þó ekki mætt á leiki síðan í janúar á þessu ári. Fólk og fjölmiðlar voru farin að hafa áhyggjur af heilsu leikarans en hann varð 82 ára á þessu ári.

Í viðtali við The Hollywood Reporter sagði afastrákurinn hans Duke hinsvegar að hann væri við hestaheilsu. Duke er sonur Jennifer Nicholson, elstu dóttur Jack. Hann hefur verið að gera það gott í Hollywood síðustu misseri.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Annars gæti eitthvað komi þér á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Annars gæti eitthvað komi þér á óvart.