J.K. Rowling sökuð um fordóma gegn transfólki

J.K. Rowling.
J.K. Rowling. AFP

Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur verið sökuð um fordóma gagnvart transfólki eftir að hafa lýst yfir stuðningi við rannsóknarkonuna Mayu Forstater í færslu sinni á Twitter. Mál Forstater var fyrir breskum dómstólum í vikunni og sagði dómurinn skoðanir hennar á transfólki „ekki vera virðingarinnar verðar í lýðræðislegu samfélagi“.

Rowling tísti eftirfarandi til 14 milljóna fylgjenda sinna á Twitter:

„Klæddu þig hvernig sem þú vilt. Kallaðu sjálfan þig hvað sem þú vilt. Sofðu hjá hvaða fullorðnu manneskju sem hefur veitt samþykki og vill þig. Lifðu þínu besta lífi í öryggi og friði. En að neyða konu úr starfi sínu fyrir að segja að kyn sé raunverulegt? #ÉgStendMeðMayu.“

Rannsóknarkonan Forstater missti vinnu sína í hugveitu (e. think tank) á síðasta ári og lögsótti fyrirtækið fyrr á þessu ári þar sem hún sagði uppsögnina byggja á fordómum gegn skoðunum hennar á kyni. Hún hefur tjáð skoðanir sínar um líffræðilegt kyn og kyngervi á Twitter. Hún er meðal annars á þeirri skoðun að það sé „ómögulegt að skipta um kyn“.

Nú á miðvikudag var dæmt í máli hennar og féllst dómarinn ekki á rök hennar, uppsögnin hafi verið lögmæt. Dómarinn sagði skoðanir hennar ekki vera heimspekilegar hugmyndir sem varðar væru af breskum lögum heldur vera „ósamrýmanlegar mannlegri sæmd og réttindum annarra“.

Dómurinn vakti athygli í Bretlandi en hefur nú fengið heimsathygli í kjölfar færslu J.K. Rowling. Fjöldi aðdáenda rithöfundarins hafa lýst yfir miklum vonbrigðum á samfélagsmiðlum, enda er hún einn vinsælasti rithöfundur í heimi. Ævintýri hennar um galdrastrákinn Harry Potter eru eftirlætisbækur margra sem nú eru reiðir út hana vegna skoðana hennar.

Rowling hefur áður verið gagnrýnd fyrir að setja „like“ á tíst sem vísaði til transkvenna sem karla í kjólum. Talsmaður hennar sagði seinna að Rowling hafi átt „miðaldra augnablik“ þegar hún ýtti á „like“-takkann, þar sem það hafi gerst óvart.

Frétt The Guardian

Frétt New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant