Ítalir uppgötva jólalagastuld Íslendinga

Okkar vinsælustu jólalög voru eitt sinn ítölsk dægurlög.
Okkar vinsælustu jólalög voru eitt sinn ítölsk dægurlög. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef marka má ítalska fjölmiðla um jólin hefur ítalska þjóðin komist að því að fjöldi „íslenskra“ jólalaga er í raun ítölsk dægurlög. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar hafa yfir jólin fjallað um þessa skemmtilegu staðreynd og einn höfunda laganna segist vera ánægður með íslensku jólaútgáfuna.

Það var ítalski blaðamaðurinn Leonardo Piccione sem kom umræðunni á Ítalíu af stað með þræði á Twitter. Hann útskýrði á Twitter að hann og fleiri Ítalir á Íslandi hefðu lengi klórað sér í kollinum yfir öllum ítölsk-íslensku jólalögunum sem óma hér í desember hvert ár. 

Piccione dvelur í nokkra mánuði á ári hverju hér á Íslandi og hefur meðal annars unnið á Cape Hotel á Húsavík sem og Könnunarsögusafninu þar í bæ. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og hefur meðal annars gefið út bók á ítölsku um 47 íslensk eldfjöll. 

Piccione tók dæmi um fjölda jólalaga á borð við Ég hlakka svo til, Þú og ég og jól, Þú komst með jólin til mín og Ef ég nenni sem allt eru ítölsk dægurlög. Þráðurinn á Twitter fór um sem eldur í sinu á Ítalíu og víðar og höfðu ítalskir fjölmiðlar mikinn áhuga á þessum jólalagastuldi Íslendinga. 

Um helgina sá svo tónlistarmaðurinn Zucchero Fornaciari þráð Picciones um lagið hans „Così celeste“ sem við þekkjum betur sem Ef ég nenni í flutningi Helga Björnssonar. Hann sagði í færslu á Twitter að hann væri ánægður með útfærslu lagsins. 

Fjöldi jólalaga Björgvins Halldórssonar eru í raun ítölsk dægurlög.
Fjöldi jólalaga Björgvins Halldórssonar eru í raun ítölsk dægurlög.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant