Spáir því að Hildur hljóti Golden Globe

mbl.is/Styrmir Kári

„Ég held að dómnefnd Golden Globe sé til í trúðinn og muni veita [Hildi] Guðnadóttur verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker,“ segir kvikmyndagagnrýnandi New York Times, Kyle Buchanan. 

Hildur er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem veitt verða á sunnudaginn. Verðlaunin eru gjarnan talin gefa góða vísbendingu um það hverjir verði tilnefndir til Óskarsverðlaunanna sem veitt verða níunda febrúar næstkomandi. 

Hildur er tilnefnd til verðlaunanna í flokki bestu tónlistar fyrir tónlist sína í Jókernum. Hún er eina konan sem tilnefnd er í sínum flokki en í honum eru einnig Randy Newman sem er tilnefndur fyrir tónlistina í Marriage Story, Thomas Newman sem tilnefndur er fyrir 1917, Daniel Pemberton sem er tilnefndur fyrir Motherless Brooklyn og Alexandre Desplat sem er tilnefndur fyrir Little Women

Gæti sigrað fyrst kvenna

Buchanan segir litlar líkur á að Randy Newman hljóti verðlaunin en betri líkur á að gullhnötturinn falli Thomas Newman í skaut þar sem tónlist hans eigi svo stóran þátt í 1917. Þó telur Buchanan að Hildur muni standa uppi sem sigurvegari. 

Í raun spáir Buchanan því að Jókerinn muni í heild standa uppi sem sigurvegari á sunnudagskvöldið og aðalleikari myndarinnar, Joaquin Phoenix, muni hreppa Gullpálmann sem besti leikari ársins. 

Bandaríska fréttasíðan Entertainment Tonight birtir einnig spá um úrslit Golden Globe-verðlaunanna og segir þar að það séu mestar líkur á að Hildur muni hreppa hnossið þótt erfitt sé að segja fyrir um hver sigri í þessum flokki. Sigri Hildur verður hún fyrsta konan sem vinnur flokk bestu tónlistar upp á eigin spýtur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hversdagslegar samræður geta haft mikil áhrif á þig í dag. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að sitja á hakanum.