Rod Stewart kærður fyrir líkamsárás

Á upptöku úr öryggismyndavél sést Stewart, sem er 74 ára …
Á upptöku úr öryggismyndavél sést Stewart, sem er 74 ára gamall, kýla öryggisvörðinn í andlitið með krepptum hnefa. AFP

Breski söngvarinn Rod Stewart hefur verið kærður fyrir líkamsárás, en söngvarinn er sagður hafa kýlt öryggisvörð á hóteli á Palm Beach í Flórída-ríki Bandaríkjanna á gamlárskvöld. Fréttavefur Daily Mail greinir frá þessu og vitnar til lögregluskýrslna um mál söngvarans.

Ástæðan fyrir því að Stewart kýldi öryggisvörðinn var að öryggisvörðurinn hafði meinað honum, Sean syni hans og fleirum aðgang að einkasamkvæmi fyrir börn sem fram fór á Breakers-hótelinu þetta kvöld.

Stewart-fjölskyldan vildi komast inn í samkvæmið með börnin í hópnum en dyravörðurinn, Jessie Dixon, vildi ekki hleypa þeim inn.

Lögregla segir í skýrslu sinni um atvikið að Stewart hafi beðist afsökunar á framferði sínu er lögregla var kölluð til, en að á upptöku sjáist Stewart, sem er 74 ára gamall, greinilega kýla öryggisvörðinn í andlitið með krepptum hnefa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson