Stefan fór úr kláminu í fylgdarþjónustu

Stefan Octavian Gheorghe tók U-beygju á nýliðnu ári.
Stefan Octavian Gheorghe tók U-beygju á nýliðnu ári.

Árið 2019 var viðburðarríkt í lífi Stef­ans Octa­vi­ans Gheorg­he en hann segist hafa tekið hálfgerða U-beygju í byrjun síðasta árs. Stefan sem oft er kallaður fyrsta íslenska klámmyndastjarnan hætti með unnusta sínum og fór í kjölfarið að einbeita sér að fylgdarþjónustustarfsemi í Las Vegas. Stefan segir mikla fordóma ríkja gegn fólki sem starfar í hans geira.

„Líf mitt tók rosalega U-beygju þegar ég sleit sambandi okkar,“ segir Stefan sem er enn að klára að vinna úr sínum málum eftir sambandsslitin.

Stefan kom heim til Íslands fyrr en hann ætlaði þar sem hann var rændur og stunginn með hníf. Var vegabréfinu hans meðal annars stolið og hélt hann því heim til Íslands.

Einmana fólk kaupir fylgdarþjónustu

Stefan segist nú starfa mikið í fylgdarþjónustu auk þess sem hann sinnir verkefnum í klámmyndaheiminum. Oft er talað um fylgdarþjónustu sem fínna orð yfir vændi en Stefan segir að fylgdarþjónusta sé stór atvinnugrein í Bandaríkjunum og víða í Evrópu sé starfsemin ekki jafn langt á veg komin. Miklir fordómar ríkja því fyrir fólki sem starfar í fylgdarþjónustu.

„Það er háttset fólk hjá bandaríska ríkinu sem kaupir þjónustu af mér. Þú getur farið út að borða, þú getur farið í ferðalag með einhverjum. Þetta er rosa oft einmana fólk sem á allt of mikið af peningum. Stundum hitti ég gifta einstaklinga sem eru í feluleik en komast ekki út úr skápnum vegna ótta,“ segir Stefan um fylgdarþjónustustarfsemina. Stefan segist til dæmis hafa farið í skemmtiferðasiglingu í viku til þess að halda karlmanni félagsskap. „Það var rosa gaman. Hann vildi ekkert kynferðislegt. Hann vildi bara fá félagsskap.“

Stefan segir að kúnnar verði að fá smá rómantík og þar sem hann er snaröfugur að eigin sögn segist hann bara þjónusta karlmenn.

Inn á milli leynast svartir sauðir og segist Stefan vita til þess að það séu einstaklingar þarna úti sem kaupi fylgdarþjónustu til þess að beita ofbeldi, lemja fólk. Sjálfur segist Stefan taka með sér öryggisvörð. Öryggisvörðurinn eltir hann ekki á röndum en veit ávallt hvar hann er og hversu lengi hann á að vera á hverjum stað. Öryggisvörðurinn grípur inn í ef þörf er á. 

Hefur þú lent í því að einhver hafi viljað fara lengra en þú vilt bjóða upp á?

„Það hefur alveg gerst. Þegar það gerðist þá vissi ég alveg að ég var að fara inn í erfiðar aðstæður og þá pantaði ég bara lífvörð til þess að fara með mér. Hann veit nákvæmlega hvað ég á að vera lengi. Á ákveðnum tímapunkti bankar hann á hurðina og segir mér að koma mér út. Þetta snýst fyrst og fremt um öryggi.“

Stefan fer þó ekki bara út að borða þar sem hann veitir einnig heilnudd. Hann segir heilmikla peninga að fá í þessu. Hann sjálfur segist fá tæplega þúsund dollara fyrir 90 mínútna langt heilnudd. Eitt þúsund Bandaríkjadalir eru um 120 þúsund íslenskar króur.

Þegar blaðamaður spyr hvað hann geri við launin segir hann fjárfesta, hann er að hugsa til framtíðar.

Spurði Robbie Williams hvort hann væri „stolt hóra“

Eftir að Stefan hætti með unnusta sínum í byrjun árs vissi hann ekki hvað hann ætti að gera. Hann leitaði til vinar síns sem er athafnamaður á hann meðal annars einkaþotufyriræki að sögn Stefans og er frumkvöðull þegar kemur að smáforritum. Maðurinn tók Stefan inn, útbjó herbergi handa honum og segist Stefan fjárfesta í smáforritinu sem hann á. Stefan hyggst einnig stofna umboðsskrifstofu fyrir fólk sem starfar í fylgdarþjónustu þar sem réttindi og öryggi er ekki upp á marga fiska víða. Hann segir þó fylgdarþjónustu sérstaklega langt komna í Kaliforníu.

Sjálfur hefur hann meðal annars notað hinar ýmsu stefnumótasíður til að hitta kúnna. Eitt sinn hitti hann umboðsmann breska söngvarans Robbie Williams á stefnumótasíðunni Grndr. Williams var þá með tónleika í nokkrar vikur í Las Vegas. Umboðsmaðurinn bauð Stefani á tónleikana og svo út að borða með kúnna sínum. Stefan segist ekki hafa vitað hver Williams var fyrir og ruglaði honum við leikarann Robin Williams sem lést fyrir nokkrum árum. Segist hann hafa spurt söngvarann hvort hann væri líka „stolt hóra eins og hann sjálfur“. Williams tók spurningunni þó ekki illa. Umboðsmaður söngvarans útskýrði þá fyrir Stefani að það að kaupa fylgdarþjónustu sé daglegt brauð í löndum eins og Bandaríkjunum og Bretlandi.

Fíkla er að finna víða

Ein heitasta ástríða Stefans núna er heimildarmyndin sem hann er að vinna að. Fjallar hún um dópneyslu, vill Stefan með henni sýna að dóp er ekki bara tengd klámheiminum eins og hann finnur að fólk telja alla jafna.

„Ég var að vinna veitingastað niðri í bæ fyrir nokkrum árum og þangað kom margt stjórnmálafólk og bankafólk í mat. Þetta lið er taka í nefið á sér. Ég er ekki að segja að allir geri þetta,“ segir Stefan og staðhæfir að fólk á Alþingi sé ekkert betri borgarar en fólk í klámheiminum.

 „Það var 72 ára maður sem sat fyrir framan mig og sagði mér að hann hefði byrjað í neyslu fyrir sex árum. Í fyrsta skipti sem hann notaði sprautaði hann sig. Hann á konu, börn og barnabörn en hann er hommi. Hann er háttsettur fjárfestir í Nevada-ríki,“ segir Stefan um mann sem hann kynntist og kveikti hjá honum áhuga á að gera heimildarmynd. „Ég fylgdist með honum lengi. Ég get ekki dæmt fólk, ég hef verið umdeildur, af hverju ætti ég að fara dæma einhverja aðra? Ég hef ekki efni á að dæma fólk. Ég lærði það eftir sambandsslitin hjá mér að mér er sama hvað annað fólk er að gera svo lengi sem það er ekki að skaða hvert annað.“

Hann segist hafa fylgt eftir hinum ýmsu dópistum og sett sjálfan sig í hættu. Hann þurfti að taka sér frí eftir að hann kom heim svo mikið reyndi reynslan á. Nú er hann búinn að rannsaka líf þeirra sem eru í neyslu og er næsta skref að tala við sérfræðinga og aðstandendur fíkla.

Nýr vinur Stefans sýnir honum virðingu

Stefan segir að hann hafi átt stirt samband við fjölskyldu sína lengi. Hann hefur til dæmis ekki mætt í fjölskylduboð í tíu ár. Hann talaði ekki við fjölskyldu sína í eitt og hálft og spilaði þar margt inni. Sambandið og vinnan.

„Ég veit að mamma mín er ekki að fara hringja í mig og spyrja út í vinnuna. Ég held að báðir aðilar stígi ósjálfrátt frá hvort öðru. Án þess að fólk ætli sér eitthvað með því,“ segir Stefan. Hann bætir því jafnframt við að sambandið við móður sína sé betra og hann passar að segja móður sinni frá því sem hann er að gera áður en hún les um það í blöðunum.

Stefan hélt áramótin erlendis með manni sem hann er að hitta. Sá er litháískur og hefur meðal annars keppt á skíðum á Ólympíuleikunum. Stefan er ánægður með nýja manninn í lífi sínu og segir hann halda sér á jörðinni. Hann ætlar þó að fara varlega eftir erfið sambandsslit í byrjun síðasta árs. 

„Enginn hefur sýnt mér eins mikla virðingu. Það er nýr hlutur fyrir mér líka. Það er gaman en það fylgir því líka ótti,“ segir Stefan um nýja maninn í lífi sínu. 

„Fyrst og fremst langar mig til að fræða fólk að því mig langar til að fræða fólk um að þetta sé einnig til í lífinu,“ segir Stefan þegar hann er spurður út í framtíðina og segir markmið sitt að byggja upp gott samfélag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.