Gleði að sjá „stóru vængina“

„Þetta er náttúrlega fyrst og fremst bara gleði að sjá hversu stóra vængi hún er komin með,“ segir Lárus Jóhannesson í 12 tónum um Hildi Guðnadóttur sem hlaut Golden Globe-verðlaunin í nótt. 12 tónar gáfu út fyrstu plötu Hildar árið 2006 en hún fór einsömul út á land í viku til að taka hana upp.

Platan sem nefnist Mount A kom út undir merkjum 12 tóna en Lárus segir marga af kynslóð Hildar hafa verið fastagesti í búðinni eftir að hún var opnuð árið 1998. Hann nefnir Örvar Þóreyjarson Smárason og tvíburasysturnar í Múm þær Kristínu Önnu og Gyðu Valtýsdætur auk margra annarra. Markmiðið hafi ávallt verið að gefa líka út plötur og því var stokkið á tækifærið að vinna með Hildi, sem þá kallaði sig Lost in hildurness. 

Í myndskeiðinu rifjar Lárus upp þegar Hildur fór út á land árið 2006 til að taka upp plötuna sem markaði upphafið að farsælum ferli hennar. Lárus vann einnig náið með Jóhanni Jóhannssyni sem hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything frá árinu 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson