Hildur tilnefnd til BAFTA-verðlauna

Hildur Guðnadóttir fékk tilnefningu til BAFTA-verðlauna.
Hildur Guðnadóttir fékk tilnefningu til BAFTA-verðlauna. AFP

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til BAFTA-verðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker. Tilnefningarnar voru birtar í dag en á sunnudaginn fékk Hildur Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í myndinni. Jóker fékk flestar tilnefningar eða 11 talsins. 

Verðlaunin verða afhent 2. febrúar í Royal Albert Hall í Lundúnum. 

Myndirnar The Irishman og Once Upon a Time in Hollywood fengu tíu tilnefningar hvor. Athygli vekur einnig að leikkonan Margot Robbie mun keppa á móti sjálfri sér í flokkinum besta leikkona í aukahlutverki en hún fékk tvær tilnefningar. Annars vegar fyrir Bombshell og hins vegar fyrir Once Upon A Time… In Hollywood. 

Jóhann Jóhannsson tónskáld var tilnefndur til BAFTA-verðlauna í þrígang. Fyrir The Theory of Everything árið 2014, Sicario árið 2015 og Arrival árið 2016 en vann þau aldrei.

Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir klippingu á myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind og árið 2006 hlaut Latibær verðlaun sem besta alþjóðlega barnaefnið. Þá vann Ólafur Arnalds verðlaunin árið 2014 fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.

Hér má sjá helstu flokka:

Leikstjóri ársins:
1917, Sam Mendes
The Irishman, Martin Scorsese
Joker, Todd Phillips
Once Upon A Time… In Hollywood, Quentin Tarantino
Parasite, Bong Joon-Ho

Leikkona ársins:

Jessie Buckley, Wild Rose
Scarlett Johansson, Marriage Story
Saoirse Ronan, Little Women
Charlize Theron, Bombshell
Renée Zellweger, Judy

Leikari ársins:
Leonardo Dicaprio, Once Upon A Time… In Hollywood
Adam Driver, Marriage Story
Taron Egerton, Rocketman
Joaquin Phoenix, Joker
Jonathan Pryce, The Two Popes

Leikkona ársins í aukahlutverki:
Laura Dern, Marriage Story
Scarlett Johansson, Jojo Rabbit
Florence Pugh, Little Women
Margot Robbie, Bombshell
Margot Robbie, Once Upon A Time… In Hollywood

Leikari ársins í aukahlutverki:
Tom Hanks, A Beautiful Day In The Neighborhood
Anthony Hopkins, The Two Popes
Al Pacino, The Irishman
Joe Pesci, The Irishman
Brad Pitt, Once Upon A Time… In Hollywood

Á vef BBC er hægt að sjá allar tilnefningar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant