Brad Pitt segir einkalíf sitt vera stórslys

Leikarinn Brad Pitt.
Leikarinn Brad Pitt. AFP

Leikarinn Brad Pitt má ekki helst ekki láta mynda sig við hliðina á konu og þá er hann sagður eiga í ástarsambandi við hana. Pitt reyndi að útskýra í hlaðvarpsþætti Marc Maron af hverju einkalíf hans fengi jafn mikla athygli og raun ber vitni að því fram kemur á vef E!. 

Brad Pitt sem heldur því fram að hann sé á lausu vill meina að það sé honum sjálfum að kenna að slúðurblöð skrifi um hann. Í hlaðvarpsþættinum var hann spurður að því hvort áhugi slúðurblaða hefði minnkað með árunum. Svaraði hann því svo að áhuginn hefði bara aukist með árunum. 

„Vegna stórslyssins sem einkalíf mitt er, líklega,“ svaraði Brad Pitt þegar Maron reyndi að fá útskýringu á auknum áhuga. „Ég er bara fóður fyrir rusltímarit.“

Dramatískir skilnaðir Pitt við Jennifer Aniston annars vegar og Angelinu Jolie hins vegar hafa ekki hjálpað honum. Pitt segist fara reglulega í frí þar sem hann fái að vera í friði og fólk tekur ekki eftir honum. Blekkingar eins og tvífarar og dulargervi hjálpa ekki í tilviki Pitts. 

Leikarinn Leonardo DiCaprio var með Pitt í hlaðvarpsþættinum og viðurkenndi hann að einkalíf Pitt væri áhugavert þessa dagana. „Þú átt mjög spennandi einkalíf,“ sagði DiCaprio. 

Meira að segja Leonardo DiCaprio segist hafa áhuga á einkalífi …
Meira að segja Leonardo DiCaprio segist hafa áhuga á einkalífi Brad Pitts. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Annars gæti eitthvað komi þér á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Annars gæti eitthvað komi þér á óvart.