Baltasar spáir Hildi Óskarnum

Baltasar og Ingvar E. Sigurðsson við tökur á Eiðnum. Hildur …
Baltasar og Ingvar E. Sigurðsson við tökur á Eiðnum. Hildur Guðnadóttir samdi tónlist við kvikmyndina og einnig þættina Ófærð mbl.is/Golli

„Þetta hefur verið geggjað ár hjá henni og það sem gerir það svo magnað er að hún var með tvö verk sem náðu svona hressilega í gegn, bæði Chernobyl og Jókerinn. Jókerinn er m.a.s. mynd sem hlaut misjafnar viðtökur en tónlistin og leikur Joaquin Phoenix standa upp úr í henni. Myndin er að fá viðurkenningu fyrir þetta tvennt,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um velgengni Hildar Guðnadóttur.

Hildur hefur unnið með Baltasar í tvígang því hún samdi tónlist við þáttaröðina Ófærð sem Baltasar átti hugmyndina að, framleiddi og leikstýrði að hluta og við kvikmyndina Eiðinn sem hann leikstýrði og fór með eitt af aðalhlutverkunum í.

„Þetta er með allra hraðasta uppgangi sem maður hefur séð og hún er fullkomlega að þessu komin,“ segir Baltasar og bendir á að tónlistarbransinn í kvikmyndum hafi verið mjög karllægur og lokaður konum þó að nóg sé til af frábærum tónskáldum í þeirra röðum.

Sterkur hluti af myndinni

Hildur Guðnadóttir.
Hildur Guðnadóttir. AFP

„Ég spái henni Óskarnum, ég held að hún vinni hann og hún verður flottur fulltrúi sem fyrsti Íslendingurinn til að hljóta verðlaunin,“ segir Baltasar. „Músíkin er svo sterkur hluti af myndinni og áberandi, hún er ekki í bakgrunninum heldur fær að njóta sín og Hildur nýtir tækifærið til fulls. Svo snýst þetta alltaf um hvernig hún spilar úr því sem hún er með á hendi, fólk hefur skotist upp á stjörnuhimininn og nýtt það misvel en hún er hæfileikarík, búin að vinna svo lengi við þetta og er bæði vinsæl og virt af öllum. Hún er búin að vinna vel fyrir þessu.“

Baltasar segir frábært að vinna með Hildi, hún sé mjög góð í samstarfi, ákveðin og berjist fyrir sínu en sé þó alltaf sanngjörn.

Komin á tindinn

Baltasar er spurður að því hvort ekki sé erfitt að komast upp á toppinn í kvikmyndabransanum, eins og Hildur hefur gert. Jú, það er erfitt, svarar hann, og mörg tónskáldin sem vildu vera í hennar sporum. Þegar á tindinn er komið séu ekki margir um hituna og algengt að sjá sömu nöfnin tengd bestu bitunum.

„Kvikmyndatónskáld geta verið með ansi mörg verkefni á ári, miðað við leikstjóra, kannski tvær eða þrjár myndir. Jóhann var kominn á þann stað og Hildur núna sem er með ólíkindum.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant