Harry og Meghan draga sig í hlé

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan, hertogaynja af Sussex, ætla að draga sig í hlé frá hefðbundum störfum konungsfjölskyldunnar og eyða meiri tíma í Norður-Ameríku.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjónanna.

„Við ætlum að draga okkur í hlé sem „háttsettir“ ættingjar konungsfjölskyldunnar og viljum verða fjárhagslega sjálfstæð. Á sama tíma styðjum við að fullu við bakið á hennar hátign, drottningunni,“ sögðu þau í yfirlýsingunni sem Buckingham-höll sendi frá sér.

Hjónin eru nýkomin úr sex vikna fríi þar sem þau sinntu engum opinberum störfum. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.