Meghan með svitablett á fyrsta degi

Meghan var sveitt undir höndunum þegar hún og Harry tóku …
Meghan var sveitt undir höndunum þegar hún og Harry tóku til starfa eftir gott frí. AFP

Meghan hertogaynja klæddi sig kannski aðeins of vel þegar hún og Harry Bretaprins mættu aftur til starfa á þriðjudaginn. Ekki vildi betur til en stór svitablettur blasti við ljósmyndurum þegar hún fór úr kápunni. Meghan var í brúnum rúllukragabol frá H&M og sást svitabletturinn vel. 

Svitabletturinn sýnir að Meghan er bara mannleg þó svo hún sé gift prinsi. Harry var léttklæddari í jakkafötum og fór ekki úr jakkanum svo ekki sást hvort hann hafi svitnað jafnmikið og eiginkona hans. 

Nýju myndirnar sýna að tengdadóttir Karls Bretaprins á ekki í vandræðum með að svitna þó svo Andrés Bretaprins, bróðir Karls, segist eiga í vandræðum með það. 

Hér sést glitta í svitablettinn.
Hér sést glitta í svitablettinn. AFP
Meghan og Harry.
Meghan og Harry. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.