Nektardansmær stefnir fyrirtæki J-Lo

Jennifer Lopez var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Hustlers en hún …
Jennifer Lopez var einn af framleiðendum kvikmyndarinnar Hustlers en hún fór einnig með aðalhlutverk í henni. AFP

Nektardansmærin Samantha Barbash hefur lagt fram kæru gegn framleiðslufyrirtæki leik- og tónlistarkonunnar Jennifer Lopez. Barbash er nektardansmærin sem persóna Lopez er byggð á í kvikmyndinni Hustlers. 

Barbash segir framleiðslufyrirtækin sem komu að kvikmyndinni, Nuyorican Productions, STX Entertainment, Gloria Sanchez Productions og Pole Sister LLC hafi hagnast fjárhagslega á persónu hennar með því að byggja persónu Lopez á henni. 

Hún fer fram á 40 milljóna Bandaríkjadala greiðslu þar sem þetta hafi verið gert án þess að hún samþykkti það. Í gögnunum segir hún að framleiðendur myndarinnar hafi reynt að fá hana til að skrifa undir samning sem hún neitaði að gera. 

Barbash hefur einnig kært vegna ærumeiðinga en í kvikmyndinni sést persóna Lopez neyta og framleiða fíkniefni á heimili sínu þar sem barn hennar bjó.

Kvikmyndin Hustlers kom í kvikmyndahús síðastliðið haust en hún byggir á sögu nektardansmeyja á nektardansstað í New York sem stunduðu það að byrla viðskiptavinum sínum eiturlyf og nota kreditkortin þeirra á meðan.

Frétt af vef People.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.