Skora á Katrínu og Dag í keilu

Jóhannes og Andrea skora á forsætisráðherra og borgarstjóra í keilu.
Jóhannes og Andrea skora á forsætisráðherra og borgarstjóra í keilu. Ljósmynd/Aðsend

Í tilefni af 35 ára afmæli Keiluhallarinnar á árinu hafa Jóhannes Ásbjörnsson, einn af eigendum Gleðipinna, rekstraraðila Keiluhallarinnar, og Andrea Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Dag B. Eggertsson í keilu.

Keiluhöllin var opnuð 1. febrúar árið 1985 í Öskjuhlíð og voru það Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, og Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri, sem spiluðu fyrsta leikinn. 

„Okkur Andreu finnst við hæfi að nýta tækifærið og skora opinberlega á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Dag B. Eggertsson borgarstjóra að taka einn léttan keiluleik við okkur á 35 ára afmælinu okkar í febrúar, þau fá formlegt boðskort fljótlega,“ bætir Jóhannes við.

Frétt Morgunblaðsins hinn 2. febrúar 1985.
Frétt Morgunblaðsins hinn 2. febrúar 1985. skjáskot/Morgunblaðið

2019 stærsta árið til þessa

Árið 2019 var stærsta árið til þessa í sögu Keiluhallarinnar þegar 183.261 manns spiluðu keilu á þeim 22 brautum sem Keiluhöllin í Egilshöll státar af. Þessi árangur gerir Keiluhöllina að mest sótta keilusal í Evrópu samkvæmt talningarkerfinu Steltronic sem tengt er alþjóðlegum talningarkerfum.

„Við erum þakklát okkar viðskiptavinum fyrir þessa frábæru aðsókn og höfum haft að markmiði að skapa hér aðstöðu sem er eins og best verður á kosið á heimsvísu,“ segir Andrea.

„Það er gaman frá því að segja að þessir rúmlega 180 þúsund manns eru einungis þeir viðskiptavinir sem spiluðu keilu. Hér er líka veitingastaðurinn Shake&Pizza og Sportbarinn okkar þar sem fjölmargir viðburðir fara fram í hverjum mánuði. Húsið er því alla jafna troðið af fólki og klárt mál að heildarfjöldi allra viðskiptavina okkar yfir árið en er miklu meiri,“ bætir Andrea við.

Keiluhöllin í Egilshöll er eina Keiluhöllin á höfuðborgarsvæðinu og því heimavöllur bæði keiluíþróttafólks og almennings. Keilan hefur undanfarin ár átt vaxandi vinsældum að fagna bæði sem keppnis- og áhugamannaíþrótt og besta dæmið um það er árangur Arnars Davíðs Jónssonar sem sigraði á Evrópumótaröðinni 2019, fyrstur Íslandinga. Hann er jafnframt fyrsti keilumaðurinn sem er á meðal 10 efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins.

Opna nýjan keilusal í miðænum

„Það er mikilvægt fyrir okkur að tryggja að öll aðstaða sé til fyrirmyndar og því höfum við fjárfest myndarlega í endurbótum undanfarin ár. Síðustu framkvæmdir voru þær stærstu sem við höfum ráðist í þegar við létum endurhanna og sérsmíða alla aðstöðuna við keilubrautirnar sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að njóta samverustundanna til fullnustu,“ segir Jóhannes, einn af eigendum Gleðipinna, rekstraraðila Keiluhallarinnar.

Gleðipinnar munu opna nýja átta brauta Keiluhöll í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex Hostels. Með opnun nýju Keiluhallarinnar verða keilubrautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu. Nýja Keiluhöllin á Kex verður staðsett við hlið Radisson Red-hótelsins sem verður eitt af nýju kennileitum Reykjavíkur þegar það verður opnað á næstu misserum.

„Við sjáum fyrir okkur að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðalag til að komast í keilu í Reykjavík, og eins ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur. Keiluhöllin nýja verður útlitslega í anda Kex Hostels og fyrirmyndin er elsti keilusalur sem starfræktur er í Los Angeles, Highland Park Bowl,“ bætir Jóhannes við. 

Highland Park Bowl er fyrirmynd nýja keilusalsins.
Highland Park Bowl er fyrirmynd nýja keilusalsins. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson