Dóttir Önnu prinsessu svipt ökuréttindum

Zara Tindall og eiginmaður hennar Mike Tindall.
Zara Tindall og eiginmaður hennar Mike Tindall. AFP

Dóttir Önnu prinsessu og barnabarn Elísabetar Bretadrottningar, Zara Tindall, hefur verið svipt ökuréttindum í sex mánuði vegna hraðaksturs í nóvember.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að Tindall hafi ekið á 146 km/klst. hraða þar sem einungis hafi verið heimilt að aka á 110 km/klst. Þar sem hún var fyrir með talsverðan fjölda punkta í ökuferilsskrá sinni var svipting næsta skref.

Tindall, sem er 38 ára gömul, var á ferð um Gloucesterskíri í austurhluta Englands þegar brotið átti sér stað. Hún viðurkenndi brotið. Hún var enn fremur dæmd til þess að greiða 817 pund í sekt og kostnað vegna málsins eða sem nemur rúmlega 132 þúsund krónum.

Tindall var ekki viðstödd þegar niðurstaða var fengin í málið þar sem hún er stödd í Ástralíu. Lögmaður hennar hafði þegar ráðlagt henni að setjast ekki undir stýri þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson