Paris Hilton búin að finna ástina á ný

Paris Hilton er búin að finna ástina aftur.
Paris Hilton er búin að finna ástina aftur. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton er greinilega búin að jafna sig eftir að upp úr slitnaði hjá henni og unnusta hennar, Chris Zylka, fyrir rúmu ári. Hilton sást með nýjum manni í veislu eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina aðfaranótt mánudags. 

Paris Hilton skemmti sér í hálfgegnsæjum kjól í veislu Warner Bros. og InStyle eftir verðlaunaafhendinguna. Hún mætti ein á rauða dregilinn en þegar inn var komið sást hún hjúfra sig upp að nýjum manni. Sást parið kyssast og kela að því er fram kemur á vef ET.

Nýi maðurinn í lífi Hilton heitir Carter Reum. Reum er 38 ára gamall og því jafngamall Hilton. Hann er frumkvöðull og hefur skrifað metsölubók um nýsköpunarfyrirtæki. Eru þau Hilton og Reum sögð vera búin að hittast í nokkrar vikur núna og segir heimildarmaður að þau njóti þess að vera í félagsskap hvort annars.

Paris Hilton.
Paris Hilton. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.