Grease-stjarna fallin frá

Edd Byrnes er fallinn frá.
Edd Byrnes er fallinn frá. Ljósmynd/WikimediaCommons

Leikarinn Edd Byrnes er látinn 87 ára að aldri. Byrnes var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Grease, eða Koppafeiti, þar sem hann fór með hlutverk sjónvarpsmannsins Vince Fontaine. 

Fráfall hans var nokkuð skyndilegt en talið er að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Hann skilur eftir sig einn uppkominn son, Logan, og sambýliskonu sína Catherine Gross.

Byrnes fór einnig með hlutverk í þáttunum 77 Sunset Strip á árunum 1958 til 1964 sem voru einskonar 90210-þættir síns tíma. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.