Oprah hafði ekkert að gera með Megxit

Oprah Winfrey segir ekkert til í þeim sögusögnum að hún …
Oprah Winfrey segir ekkert til í þeim sögusögnum að hún hafi hvatt Harry og Meghan til að segja skilið við konungsfjölskylduna. AFP

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey styður ákvörðun Meg­h­an Markle og Harry Bretaprins um að hætta öllum konunglegum skyldum og gerast fjárhagslega sjálfstæð. 

Slúðurmiðlar vestanhafs, sem og í Bretlandi, segja að hertogahjónin hafi leitað til Opruh og að hún hafi ráðlagt hjónunum að segja skilið við „Sussex Royal“-vörumerkið og stofna sitt eigið. Oprah þvertekur hins vegar fyrir þessar sögusagnir. 

„Mér þykir vænt um þau bæði og styð þau heilshugar, sama hvaða ákvörðun þau taka,“ segir í yfirlýsingu frá Opruh vegna Megxit, eins og breskir fjölmiðlar hafa nefnt ákvörðun hjónanna. Oprah segir hjónin ekki þurfa hennar hjálp til að finna út hvað sé fjölskyldunni fyrir bestu. 

Doria Ragland, móðir Meghan Markle, og Oprah eru nánar vinkonur.
Doria Ragland, móðir Meghan Markle, og Oprah eru nánar vinkonur. AFP

Oprah er samt sem áður nátengd fjölskyldunni en hún og Doria Ragland, móðir Meghan, eru nánar vinkonur. Oprah og Harry eru sömuleiðis nátengt en þau hafa unnið saman að gerð heim­ildaþátta um heilsu fyr­ir Apple. Þá var Oprah gestur í brúðkaupi þeirra í maí 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant