Íhugaði að gerast nektardansmær

Jennifer Lopez á Golden Globe-verðlaunahátíðinni 2020.
Jennifer Lopez á Golden Globe-verðlaunahátíðinni 2020. AFP

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez segir að hún hafi eitt sinn íhugað að gerast nektardansmær. Í kvikmyndinni Hustlers sem frumsýnd var síðasta haust fór Lopez með hlutverk nektardansmeyjar. 

„Það var tímapunktur í lífi mínu þegar vinkonur mínar, sem voru líka dansarar, sögðu mér að ég gæti fengið þúsundir dala með því að vinna á klúbbi í New Jersey. Þær sögðu að ég þyrfti ekki að vera ber að ofan. Það hljómaði skelfilega vel þegar ég var á kúpunni og borðaði pítsu á hverjum degi, en ég gerði það ekki,“ sagði Lopez í viðtali við W-Magazine

Lopez hefur áður sagt að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að leika í Hustlers. „Ég var stressuð að taka þátt í þessari mynd því ég hafði aldrei leikið svo dökkan og flókinn persónuleika,“ sagði Lopez.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.