Capaldi og Dave með flestar tilnefningar

Mabel er eina breska konan sem er tilnefnd í flokki …
Mabel er eina breska konan sem er tilnefnd í flokki nýrra listamanna. AFP

Skoski indí-söngvarinn Lewis Capaldi og rapparinn Dave eru báðir með fjórar tilnefningar til bresku Brit-tónlistarverðlaunanna í ár. Þeir eru tilnefndir í flokki söngvara, lag ársins, nýliði ársins og plata ársins. Tilnefningar voru tilkynntar í gærkvöldi.

Breski rapparinn Dave.
Breski rapparinn Dave. Wikipedia/SamuelWren98

Dave er 21 árs rappari frá London sem skaust fram á sjónarsviðið í fyrra með plötunni Psychodrama sem fór beint á topp breska plötulistans. En mest selda plata ársins í Bretlandi er plata Capaldi Divinely Uninspired To A Hellish Extent.

Capaldi var einmitt tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir lagið SomeoneYouLoved sem fór á topp bandaríska lagalistans. 

Lewis Capaldi.
Lewis Capaldi. AFP

Rapparinn Stormzy, sem var eitt af aðalnúmerunum á Glastonbury-hátíðinni í fyrra, er með þrjár tilnefningar sem og söngkonan Mabel sem er dóttir sænsku stjörnunnar Neneh Cherry. 

Verðlaunin verða afhent 18. febrúar en blaðamaður Guardian bendir á að ekkert komi á óvart — karlar í aðalhlutverki þegar kemur að tilnefningum. Aðeins ein bresk kona er tilnefnd af þeim 25 mögulegu þar sem ekki er kynskipt. Þetta sé hluti af stærri vanda innan tónlistargeirans.

Frétt Guardian

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.