Dýrkar kærustu fyrrverandi eiginmannsins

Gwyneth Paltrow elskar Dakota Johnson.
Gwyneth Paltrow elskar Dakota Johnson. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir að hún sé einstaklega hrifin af núverandi kærustu fyrrverandi eiginmanns síns, Chris Martin. 

Kærasta Martin er engin önnur en leikkonan Dakota Johnson. Það vakti nokkra athygli á síðasta ári þegar Paltrow, eiginmaður hennar Brad Falchuk og Martin og Johnson sáust saman á ströndinni. 

Chris Martin og Dakota Johnson.
Chris Martin og Dakota Johnson. Samsett mynd

Paltrow og Martin voru gift á árunum 2003 til 2014 en Paltrow og Falchuk gengu í það heilaga árið 2018. Í viðtali við Harper's Bazaar sagði Paltrow að það væri kannski pínu skrítið en að hún dýrkaði Johnson. 

„Ég elska hana. Ég get séð að það virki frekar skrítið því það er frekar óhefðbundið. En í þessu tilfelli eftir að hafa gengið oft í gegnum það þá bara dýrka ég hana,“ sagði Paltrow. Í tilefni af 30 ára afmæli Johnson í fyrra birti Paltrow mynd á Instagram þar sem hún óskaði henni til hamingju. 

Paltrow segist líka eiga í frábæru sambandi við alla sína fyrrverandi kærasta. Einn af þeim, Tony Woods, er einn af hennar bestu vinum í dag en þau voru saman í framhaldsskóla. Hún segist líka vera góð vinkona Brad Pitt.

Brad Pitt og Gwyneth Paltrow eru enn vinir í dag.
Brad Pitt og Gwyneth Paltrow eru enn vinir í dag. mbl.is
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.