Hildur hlaut verðlaun Critics' Choice

Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram.
Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram. AFP

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann til verðlauna á Critics Choice-verðlaunaafhendingunni í Los Angeles í gærkvöldi. Hildur hlaut verðlaunin í flokki bestu tónlistar í kvikmynd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.

Þetta eru þriðju verðlaunin á þessu ári sem Hildur vinnur en hún fékk Golden Globe-verðlaunin í byrjun árs auk þess sem hún fékk verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda. 

Í síðustu viku var Hildur einnig tilnefnd til BAFTA-verðlauna. Í dag kemur svo í ljós hvort hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna en tilnefningarnar verða tilkynntar eftir hádegi. 

Hildur var ekki eina íslenska konan sem var tilnefnd til Critics Choice-verðlaunanna en Heba Þórisdóttir var einnig tilnefnd í flokkinum hár og förðun fyrir kvikmyndina Once Upon a Time... In Hollywood. Hún sigraði þó ekki. 

Kvikmyndin Once Upon a Time.. In Hollywood var þó valin besta kvikmyndin á hátíðinni sem fór fram í gærkvöldi. Leikarinn Joqauin Phoenix vann fyrir hlutverk sitt í Joker og leikkonan Renée Zellweger vann fyrir hlutverk sitt í Judy. 

Lista yfir sigurvegara kvöldsins má lesa á vef CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant