Kærasta R. Kelly segist hafa verið fórnarlamb

Fyrrverandi kærustur R. Kelly, Jocelyn Savage og Azriel Clary, mættu …
Fyrrverandi kærustur R. Kelly, Jocelyn Savage og Azriel Clary, mættu til þess að styðja við bakið á R. Kelly í dómsal í ágúst. AFP

Hin 22 ára gamla Azriel Clary kom heim til foreldra sinna eftir 5 ára aðskilnað fyrr í mánuðinum. Heimildarmenn tengdir henni segja að hún hafi verið að átta sig á því að hún hafi verið fórnarlamb tónlistarmannsins R. Kelly og að hún hafi verið heilaþvegin. 

Clary var ein tveggja kærasta tónlistarmannsins, en hún ásamt Joycelyn Savage bjó heima hjá tónlistarmanninum. Þær létu í sér heyra síðastliðið sumar þegar R. Kelly var handtekinn og sögðu hann vera saklausan. R. Kelly er ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. 

Í síðustu viku sauð upp úr á milli Clary og Savage sem endaði með því að Savage var handtekin og ákærð fyrir líkamsárás. Í átökunum hótaði Clary að fara í mál gegn Savage þar sem hún hefði stundað kynlíf með henni þegar hún var undir lögaldri. Clary er nú komin aftur til fjölskyldu sinnar sem hefur tekið henni opnum örmum. 

Mál Savage var tekið fyrir hjá dómara í síðustu viku og þá hitti hún foreldra sína í fyrsta skipti í þrjú ár. Mál hennar verður aftur tekið fyrir hjá dómara á næstu vikum.

Fjölskylda hennar hefur reglulega tjáð sig í fjölmiðlum gegnum árin og sagt að Clary hafi verið haldið gegn vilja sínum á heimili R. Kelly. Hingað til hefur Clary þvertekið fyrir það. 

„Baráttan vannst því að hún er enn hér, hún er enn á lífi, hún andar enn þá og þrátt fyrir að hún hafi misst nokkur ár úr lífi sínu er hún enn hér til að segja sína sögu,“ sagði Alice, móðir hennar í viðtali við People.

Þegar Clary var 17 ára yfirgaf hún fjölskyldu sína til að flytja inn til R. Kelly og Joycelyn Savage. Hún segist hafa gert það til að reyna að sannfæra Savage um að flytja í burtu frá tónlistarmanninum. Hann hafi hins vegar heilaþvegið þær báðar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað að en þér finnst þú ekki geta fest hendur á neinu. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er.