Aflýsa tónleikum í Asíu

Of Monsters and Men þarf að gera hlé á tónleikaferð …
Of Monsters and Men þarf að gera hlé á tónleikaferð sinni. Ljósmynd/Meredith Truax

Hljómsveitin Of Monsters and Men þurfti að aflýsa tónleikum sínum sem áttu að fara fram í Bangkok í gær. Í tilkynningu sem Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona sveitarinnar, sendi inn á aðdáendasíðu sveitarinnar á Instagram er ástæðan heilsufarstengd, eða „medical emergency“ eins og hún orðaði það.

View this post on Instagram

😔

A post shared by Of Monsters and Men Army (@ofmonstersandmenarmy) on Jan 12, 2020 at 10:33am PST

Tónleikarnir hefðu verið þeir fyrstu hjá sveitinni í höfuðborg Taílands og segir Nanna Bryndís vonbrigðin vegna þessa vera mikil. Á morgun átti sveitin að koma fram á tónleikum í Hong Kong en þeim hefur einnig verið aflýst og í þeirri tilkynningu kemur fram að einn hljómsveitarmeðlima hafi verið lagður inn á spítala í Bangkok. Engar tilkynningar eða nánari upplýsingar hafa verið gefnar út á síðum sveitarinnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.