Eilish tilbúin með nýja Bond-lagið

Billie Eilish semur lagið í nýju Bond-myndinni, No Time To …
Billie Eilish semur lagið í nýju Bond-myndinni, No Time To Die. AFP

Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish hefur hljóðritað titillag nýjustu kvikmyndarinnar um njósnara hennar hátignar, James Bond, en nýja myndin heitir No Time To Die.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að söngkonan, sem varð 18 ára gömul í síðasta mánuði, sé yngsti listamaðurinn sem semur og hljóðritar titillag fyrir myndirnar um njósnarann knáa.

Haft er eftir Eilish að það sé klikkað að taka þátt í verkefninu og að það sé mikill heiður. Hún sé enn uppveðruð yfir því.

Rifjað er upp að síðustu tvö titillögin, Skyfall með Adele og Writings On The Wall með Sam Smith, hafi bæði unnið til Óskarsverðlauna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér hægt og hlustaðu á ráðleggingar og skoðanir þeirra sem eru vel að sér í þeim málum sem þig langar að kynna þér betur. Börnin reyna á þolrifin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér hægt og hlustaðu á ráðleggingar og skoðanir þeirra sem eru vel að sér í þeim málum sem þig langar að kynna þér betur. Börnin reyna á þolrifin.