Hættir í Grey's Anatomy eftir 15 ár

Justin Chambers er hættur í Grey's Anatomy.
Justin Chambers er hættur í Grey's Anatomy. ljósmynd/abc

Leikarinn Justin Chambers er hættur í læknadramanu Grey's Anatomy. Champers sem fór með hlutverk barnaskurðlæknisins Alex Karev er einn af fáum leikurum sem hefur verið með frá upphafi. Eftir 350 þætti af Grey's Anatomy er hann hættur og fór síðasti þátturinn með honum í loftið í Bandaríkjunum fyrir jól.

„Það er enginn tími góður tími til þess að kveðja þáttaröð og hlutverk sem hefur haft svo mikil áhrif á líf mitt síðustu 15 ár,“ sagði Champers í tilkynningu til Deadline um helgina. „Í nokkurn tíma núna hefur mig langað til að taka að mér fjölbreyttari hlutverk og verkefni. Svo nú þegar ég verð fimmtugur og á svo ótrúlega stuðningsríka eiginkonu og fimm yndislega börn er tíminn kominn.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.