Heim úr 75 ára afmæli sínu á hækjum

Rod Stewart.
Rod Stewart. AFP

Tónlistarmaðurinn síungi Rod Stewart hélt upp á 75 ára afmæli sitt um síðustu helgi. Stewart neyddist til þess að fara í hnéaðgerð nokkrum dögum áður en lét það ekki koma í veg fyrir veisluhöld. Sást hann yfirgefa afmælisveisluna á hækjum að því er fram kemur á vef Daily Mail. 

Hin 48 ára gamla eiginkona Stewart, Penny Lancaster, greindi frá aðgerðinni á Instagram. Sagði hún eiginmann sinn hafa útskrifast af spítala á föstudagsmorgni og ætlaði síðan að halda upp á afmælið sama kvöld. Mættu fjölskylda og vinir á Ritz-hótelið í London til að fagna Stewart. Fjölskylda hans er stór en Stewart eignaðist sitt fyrsta barn á unglingsaldri en það yngsta þegar hann var 66 ára. 

Aldur er bara tala og þrátt fyrir hnéaðgerð er Stewart á leiðinni í tónleikaferðalag í febrúar. Það er einnig stutt í rokkaratilburðina en í byrjun árs var hann kærður fyrir að kýla öryggisvörð í Bandaríkjunum á gamlárskvöld. View this post on Instagram

Nothing but the best for Rods 75th @theritzlondon with family, friends and Celtic themed gifts 💚

A post shared by Penny Lancaster (@penny.lancaster) on Jan 10, 2020 at 3:35pm PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér hægt og hlustaðu á ráðleggingar og skoðanir þeirra sem eru vel að sér í þeim málum sem þig langar að kynna þér betur. Börnin reyna á þolrifin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér hægt og hlustaðu á ráðleggingar og skoðanir þeirra sem eru vel að sér í þeim málum sem þig langar að kynna þér betur. Börnin reyna á þolrifin.