Meghan ekki bara í felum í Kanada

Downtown Eastside Women's Centre birti mynd af heimsókn Meghan á …
Downtown Eastside Women's Centre birti mynd af heimsókn Meghan á Facebook. Ljósmynd/Facebook

Meghan hertogaynja er ekki bara í felum í Kanada. Meghan er strax byrjuð að láta gott af sér leiða í Kanada og á þriðjudaginn heimsótti hún kvennaathvarf í Vancouver. Meghan fór til Kanada fyrir helgi til að sinna Archie litla en á meðan fundaði Harry Bretaprins með fjölskyldu sinni um sjálfstæði þeirra hjóna.

„Sjáið hver fékk sér te með okkur í dag! Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, heimsótti okkur í dag til þess að ræða vandamál kvenna í samfélagi okkar,“ stóð við myndina af Meghan og starfsfólki kvennaathvarfsins. 

Hertogahjónin hafa haldið til á eyjunni Vancouver Island rétt fyrir utan borgina Vancouver í Kanada síðan fyrir jól. Meghan var mynduð í þykkri úlpu og vetrarskóm ganga um borð í litla rellu á þriðjudag. Var hún greinilega á leið í heimsóknina í kvennaathvarfið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.