„Við erum öll Bubbi Morthens“

Söngleikurinn Níu líf, sem byggir á sögu Bubba Morthens í tali og tónum, verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 13. mars en forsala hefst á miðnætti aðfaranótt laugardagsins 18. janúar.  

Á sýningunni munu leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir leggja allt í sölurnar við leitina að „Bubbanum“ í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.

„Við erum ekki að fara að herma eftir Bubba heldur að finna hann í okkur sjálfum og sýna áhorfendum hversu litríkur hann er,“ segir Aron Már Ólafsson sem leikur Bubba í einu tímaskeiða sýningarinnar. Aron Már mætti ásamt Rakel Björk Björnsdóttur í Síðdegisþátt Loga og Sigga á K100 en Rakel Björk fer einnig með hlutverk Bubba á öðru tímaskeiði.   

„Allir eru með einhvers konar Bubba í sér og tengja við eitthvað Bubbatímabil í sínu lífi,“ segir Rakel. Hún leikur „ungan“ Bubba en Aron leikur „Gúanó Bubba“, „Tattú Bubba“ og „Ástfangna Bubba.“

Myndband við lagið Rómeó og Júlía er fyrsta tóndæmið úr söngleiknum Níu líf sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum.

Sjáðu og heyrðu skemmtilegt viðtal við þau Aron Má og Rakel Bjök í spilaranum hér fyrir neðan. Uppáhaldslög þeirra með Bubba koma á óvart. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til að taka til á heimilinu og gera það meira aðlaðandi. Uppákomur sem tengjast eigum annarra eru yfirvofandi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn til að taka til á heimilinu og gera það meira aðlaðandi. Uppákomur sem tengjast eigum annarra eru yfirvofandi.