Bezos og viðhaldið á opinberum viðburði saman

Jeff Bezos og Lauren Sanchez í Bollywood í gær.
Jeff Bezos og Lauren Sanchez í Bollywood í gær. AFP

Ríkasti maður heims, Jeff Bezos, og kærasta hans Lauren Sanchez mættu í fyrsta skipti á opinberan viðburð saman í Mumbai á Indlandi í gær.

Bezos og Sanchez hafa sést saman á snekkjum og tennisleikjum en aldrei fyrr en nú hafa þau mætt sem par á opinberan viðburð.

Bezos greindi frá því í upphafi síðasta árs að hann og eiginkona hans, Mackenzie Bezos, væru skilin að borði og sæng fyrir nokkru. Þá bárust einnig fréttir af því að hann hefði haldið við aðra konu, Sanchez, um nokkurt skeið. Sanchez var eiginkona vinar Bezos, Pat­ricks Whitesells.

Bezos og Sanchez geisluðu í Mumbai í gær og skörtuðu bæði glæsilegum klæðnaði.

Í fyrsta skipti á rauða dreglinum saman.
Í fyrsta skipti á rauða dreglinum saman. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Passaðu þig á að láta ekki fullkomnunaráráttuna þvælast fyrir mikilvægum ákvörðunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfan þig til sálar og líkama. Passaðu þig á að láta ekki fullkomnunaráráttuna þvælast fyrir mikilvægum ákvörðunum.