Derek Fowlds látinn

Derek Fowlds, Nigel Hawthorne og Paul Eddington.
Derek Fowlds, Nigel Hawthorne og Paul Eddington. Ljósmynd/BBC

Breski leikarinn Derek Fowlds lést í dag 82 ára að aldri en hann er einna þekktastur fyrir að leika embættismanninn Bernard Woolley í sjónvarpsþáttunum „Yes Minister“ og „Yes Prime Minister“ sem sýndir voru á níunda áratug síðustu aldar.

Fowlds, sem var fæddur í London árið 1937, lék síðar varðstjórann Oscar Blaketon í sjónvarpsþáttunum „Heartbeat“.

Fowlds var tvíkvæntur og var síðan í sambúð með Jo Lyndsey en hún lést árið 2012. Hann lætur eftir sig tvö uppkomin börn.

Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá þessu.

 


mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.