Thomas Markle gæti borið vitni gegn dóttur sinni

Líklegt þykir að Thomas Markle muni bera vitni gegn dóttur …
Líklegt þykir að Thomas Markle muni bera vitni gegn dóttur sinni Meghan. AFP

Faðir hertogaynjunnar af Sussex, Thomas Markle, mun bera vitni gegn Meghan ef hann verður beðinn um það. Þetta segir Samantha Markle, hálfsystir Meghan hertogaynju. 

„Ef hann verður beðinn um það, mun hann gera það,“ sagði Samantha sem er dóttir Thomasar úr hans fyrsta hjónabandi.

Í nýjum gögnum í máli Meghan og Mail on Sunday kemur fram að dagblaðið mun nota ný sönnunargögn í vörn sinni. 

Ekki er búið að ákveða hvenær málið verður tekið fyrir en í grunninn snýst það um að Mail on Sunday birti einkabréf Meghan til föður síns. Meghan sakar blaðið um að misnota upplýsingar um hennar einkalíf, brot á höfundarétti og að hafa aðeins birt brot úr bréfinu.

Mail on Sunday neitar öllum ásökunum og segir að birtingin hafi verið lögmæt vegna almenns áhuga á bréfinu. 

Málsgögnin sem lögð voru fram í vikunni sýna að vörn blaðsins byggir að mestu leyti á sönnunargögnum sem gætu verið komin frá Thomas Markle. Á meðal nýrra gagna í málinu eru smáskilaboð sem Thomas sendi dóttur sinni.

Hann var mikið á milli tannanna á fólki og í fjölmiðlum í kringum brúðkaup Meghan hertogaynju og Harry Bretaprins í maí 2018.

The Daily Mail, systurblað Mail on Sunday, greindi frá því á miðvikudag að Thomas Markle yrði lykilvitni í málinu.

Frétt BBC.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.