Bubbi tróð upp í Borgarleikhúsinu

Bubbi Morthens tekur lagið í Borgarleikhúsinu í dag. Fyrir aftan …
Bubbi Morthens tekur lagið í Borgarleikhúsinu í dag. Fyrir aftan má sjá Bubba með hár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Söngvarinn Bubbi Morthens spilaði mörg af sínum frægustu lögum á tónleikum í Borgarleikhúsinu í dag í tengslum við kynningu á söngleiknum Níu líf, sem byggir á ævi Bubba.

Söngleikurinn verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu 13. mars en forsala miða hófst á miðnætti.

Fjöldi fólks tók undir með Bubba.
Fjöldi fólks tók undir með Bubba. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á sýningunni munu leikarar, dansarar, tónlistarmenn og fleiri góðir gestir leggja allt í sölurnar við leitina að „Bubbanum“ í okkur öllum og fylla sviðið með sögum, lögum, ljóðum og litum þessa elskaða og umdeilda listamanns.

Ólafur Egill Egilsson er höfundur söngleiksins og leikstjóri sýningarinnar og leikarar í verkinu eru þau Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Esther Talia Casey, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Rakel Björk Björnsdóttir og Valur Freyr Einarsson.

Áhorfendur voru á öllum aldri.
Áhorfendur voru á öllum aldri. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.