Upplifði mikla reiði við tökur á Judy

Renée Zellweger er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í …
Renée Zellweger er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Judy. AFP

Leikkonan Renée Zellweger segist hafa upplifað mikla reiði þegar hún fræddist um sögu söng- og leikkonunnar Judy Garland. 

Zellweger fer með hluverk Garland í kvikmyndinni Judy sem kom út síðastliðið haust. Hún er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Judy. 

Í viðtali við Red Magazine segir hún að hún hafi lært gríðarmikið um ævi Garland fyrir tökur á kvikmyndinni. Í kvikmyndinni er fylgst með síðasta æviskeiði Garland sem lést fyrir aldur fram. 

Garland var ung þegar hún skaust upp á stjörnuhimininn og aðeins 16 ára lék hún í kvikmyndinni The Wizard of Oz. „Ég vissi ekki að þau hefðu gefið henni lyf áður en hún varð kynþroska. Alla daga fékk hún lyf; lyf til að halda þyngdinni í skefjum, lyf til að ráða við skapið, lyf til að vekja hana og lyf til að svæfa hana. Ég vissi ekki að það voru örugglega þessi lyf sem leiddu hana út í fíknina. Það opnaði augu mín mjög mikið,“ sagði Zellweger.

Hún segir upplifun sína af því hvað kom fyrir Garland hafa vakið sambærilegar tilfinningar og hún fann fyrir þegar hún horfði á heimildarmyndina Amy. Amy fjallar um tónlistarkonuna Amy Winehouse, sem lést árið 2011 aðeins 27 ára gömul. 

„Og líka þessi hugmynd um að þér er látið líða eins og þú eigir ekki skilið hlutina sem þú hefur fengið. Alveg þannig að þér líður eins og þú megir aldrei kvarta,“ sagði Zellweger.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.