Missti eiginkonu sína og dóttur

Neil Peart þykir einn af bestu rokktrymblum sögunnar.
Neil Peart þykir einn af bestu rokktrymblum sögunnar. AFP

Líf Neils Pearts, trommuleikara rokksveitarinnar Rush, var ekki alltaf dans á rósum en hann lést fyrr í mánuðinum, 67 ára að aldri, eftir glímu við heilaæxli. Peart varð fyrir miklu áfalli árið 1997 þegar einkadóttir hans, Selena Taylor, fórst í bílslysi í Kanada. Aðeins tíu mánuðum síðar missti hann konuna sína úr krabbameini og að einhverju leyti „hjartasorg“, eins og Peart orðaði það síðar.

Eftir þetta tók Peart sér langt frí frá tónlist til að freista þess að jafna sig og ná áttum eftir áföllin sem á honum dundu. Hann sneri þó aftur til liðs við Rush árið 2001 en lagði kjuðana endanlega á hilluna árið 2015 eftir langvarandi glímu við vöðvabólgu og axlarmeiðsli. Skömmu síðar greindist hann með krabbamein.

Peart hélt veikindum sínum leyndum fyrir öllum nema nánustu fjölskyldu og vinum. Í viðtali við útvarpsstöðina SiriusXM í vikunni viðurkenndi aldavinur hans og kollegi, Mike Portnoy, oftast kenndur við Dream Theater, að honum hefði verið kunnugt um veikindi Pearts í um tvö ár.

„Það að ég hafi vitað af þessu um tíma og hafi sumpart haft tækifæri til að búa mig andlega undir hið óhjákvæmilega [andlát Pearts] gerði þetta ekkert auðveldara; það var allt loft úr mér þegar ég fékk fréttirnar. Þetta hlýtur að hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir alla hina sem höfðu ekki hugmynd um veikindin,“ sagði Portnoy.

Fjölmargir hafa minnst Pearts á seinustu dögum. Þeirra á meðal Lizzy Hale, söngkona málmbandsins Halestorm, minntist Pearts á samfélagsmiðlum og sagði meðal annars: „Án ógurlegra hæfileika, tónlistarlegrar framsækni og brennandi nýsköpunar þessa goðsagnakennda trymbils [...] væri nútímatrommuhetjan ekki til.“

Og Hale bætti við: „Neil, það má vera að þú hafir yfirgefið okkur í holdlegum skilningi en goðsögnin og þessi gullfallega sál munu ferðast áfram með okkur; lifa og anda gegnum tónlistina. Hvíl í friði og krafti.“

Nánar er fjallað um Neil Peart í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú stjórnar ferðinni í lífi þínu. Leyfðu ævintýraþránni að fá útrás og þá verður allt annað, sem þú þarft að gera, svo auðvelt.