Ruglaði sjálfri sér við 71 árs gamlan rokkara

Kate Beckinsale hélt að mynd af Steven Tyler væri mynd …
Kate Beckinsale hélt að mynd af Steven Tyler væri mynd af henni. Skjáskot/Instagram

Gamli rokkhundurinn Steven Tyler er með einstakan stíl. Sítt hár hans og skrautleg föt minna stundum á konu. Leikkonan Kate Beckinsale hélt til að mynda þegar hún sá mynd af hinum 71 árs gamla rokkara að hún væri að horfa á mynd af sjálfri sér.

„Steven Tyler lítur út eins og mamma vinar þíns sem var sama ef fólk drakk svo lengi sem það keyrði ekki,“ skrifaði náungi sem kallar sig Shitheadsteve á Instagram og birti mynd af rokkaranum. Á myndinni er Tyler með sólgleraugu, í vesti, með eyrnalokka og teygju í hárinu. 

Beckinsale sá myndina og skrifaði undir að hún hafði í fyrstu haldið að um væri að ræða mynd af sér. Eru þau Beckinsale sem er 46 ára og Tyler sem er 71 árs eitthvað lík? 

Kate Beckinsale.
Kate Beckinsale. AFP
View this post on Instagram

Not a regular mom. #CommentsByCelebs

A post shared by Comments By Celebs (@commentsbycelebs) on Jan 16, 2020 at 7:46am PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.