Sagði nei við hlutverki sem fékk Óskarstilnefningu

Jennifer Lopez hefur ekki alltaf valið rétt.
Jennifer Lopez hefur ekki alltaf valið rétt. AFP

Leikkonan Jennifer Lopez á langan og misjafnan kvikmyndaferil að baki. Hún hefur ekki tekið öllum tilboðum sem hafa komið inn á borð til hennar og sér sérstaklega eftir því að hafa ekki tekið hlutverki í myndinni Unfaithful að því er fram kemur í viðtali við hana í Vanity Fair. 

Kvikmyndin Unfaithful kom út árið 2002 og skartar meðal annars Richard Gere og Oliver Martinez í aðalhlutverkum. Svo fór að leikkonan Diane Lane fór með hlutverkið sem Lopez var boðið og fékk meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðu sína. 

„Já. Það var mynd sem er kölluð Unfaithful. Mér var boðið hlutverk en mér fannst handritið ekki alveg vera komið,“ sagði Lopez þegar hún var spurð hvort hún sæi eftir að hafa sagt nei á ferli sínum. „Ég hefði átt að vita að Adrian Lyne ætti eftir að negla þetta en ég vissi það ekki. Diane Lane var fullkomin fyrir myndina og þetta átti augljóslega að vera hún en þegar ég hugsa um það [...] Mig langar bókstaflega til að skjóta af mér tá.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.