Heyrnarlaus maður vill texta á klámsíður

Yaroslav Suris hefur höfðað mál gegn Pornhub.
Yaroslav Suris hefur höfðað mál gegn Pornhub. AFP

Karlmaður í Bandaríkjunum hefur stefnt klámsíðunni Pornhub fyrir að neita heyrnarlausu og heyrnarskertu fólki um aðgang að myndböndum sínum sem aðrir með fulla heyrn geta notið án vandkvæða. 

Maðurinn, Yaroslav Suris, segir að heyrnarlausir og heyrnarskertir geti ekki notið myndbandanna eins og aðrir þar sem þeim fylgir enginn texti. Þetta brýtur í bága við lög í Bandaríkjunum að hans sögn og hefur því Suris höfðað mál gegn Pornhub. Hann hefur einnig höfðað mál gegn klámsíðunum RebTube og YouPorn á sama grundvelli.

Suris segir það vera tilgangslaust fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta að skoða myndböndin á Pornhub án þess texta. Sjálfur segist hann algerlega hafa misst þráðinn í nokkrum myndböndum þar sem enginn texti fylgdi með. 

Í samtali við TMZ segir varaforseti Pornhub, Corey Price, að fyrirtæki leggi það ekki í vana sinn að svara spurningum um lögsóknir gegn þeim. Hann vill þó benda heyrnarlausum og heyrnarskertum á að á vefsíðunni sé flokkur yfir þau myndbönd sem eru textuð.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson