Íslenskri fegurðardrottningu ráðlagt að flýja

Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í Miss Global í Mexíkó.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í Miss Global í Mexíkó. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í Miss Global í Mexíkó um helgina. Keppnin endaði illa, engin kona var krýnd Miss Global og Guðrúnu og öðrum keppendum ráðlagt að flýja. Guðrún er á leið heim til Íslands og má ekki tjá sig um málið fyrr en hún er komin frá Mexíkó. 

Guðrún greindi frá þessu í sögu á Instagram.  

„Ég svara öllum spurningum um leið og ég er komin frá Mexíkó,“ skrifaði Guðrún. „Við vorum beðnar um að tjá okkur ekki um neitt fyrr en við værum komnar í skjól. Frekar dramatískur endir því miður. Hlakka til að komast heim og knúsa músina mína.“

Guðrún birti einnig skilaboð sem keppendurnir fengu. Var þeim ráðlagt að fara af hótelinu þar sem það væri ekki öruggt. „Farið á flugvöllinn. Þið verðið öruggar þar. Búið til litla hópa. Tvær til þrjár í hvern leigubíl, pantið sjö til átta leigubíla og FARIÐ.“

Guðrún útskýrði eins og hún gat hvað gerðist á Instagram.
Guðrún útskýrði eins og hún gat hvað gerðist á Instagram. Skjáskot/Instagram
Guðrúnu var ráðlagt að leita skjóls á flugvellinum.
Guðrúnu var ráðlagt að leita skjóls á flugvellinum. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.