Österdahl nýr framkvæmdastjóri Eurovision

Svíinn Martin Österdahl, fyrrverandi dagskrárstjóri SVT, tekur við starfi framkvæmdastjóra …
Svíinn Martin Österdahl, fyrrverandi dagskrárstjóri SVT, tekur við starfi framkvæmdastjóra Eurovision af Jon Ola Sand. Ljósmynd/Eurovision

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur tilkynnt um ráðningu nýs framkvæmdastjóra keppninnar. Svíinn Martin Österdahl, fyrrverandi dagskrárstjóri SVT, tekur við starfi framkvæmdastjóra af Jon Ola Sand.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppninni, en þar segir að Österdahl hafi meira en tveggja áratuga langa reynslu í sjónvarpi og var hann aðalframleiðandi þegar keppnin fór fram í Svíþjóð bæði árið 2013 og 2016. 

Österdahl er jafnframt sagður hafa víðtæka alþjóðlega reynslu í tónlistarbransanum, en hann hefur m.a. unnið í Bretlandi, Rússlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi og Noregi. Þá hefur hann skrifað skáldsögur sem þýddar hafa verið á tíu tungumál.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson